Berglind lauk Mastersgráðu í fjölskyldu- og hjónabandsfræðum frá Saint Mary’s University of Minnesota sumarið 2014. Í lokaritgerð sinni fjallaði Berglind um hvernig hinir ýmsu geðsjúkdómar foreldra hafa áhrif á börn og unglinga. Meðfram námi í fjölskyldufræðum var Berglind lærlingur á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital. Þar öðlaðist hún þjálfun í að vinna með unglingum sem voru að fást við geð –og fíkniraskanir af ýmsum toga. Eftir nám starfaði Berglind hjá Options Family & Behavior Services sem mental health practitioner. Þar vann hún með unglingum frá 12-18 ára með geðsjúkdóma og fíkniraskanir ásamt því að vinna með fjölskyldur þeirra.

 

Berglind hefur sérhæft sig í aðferðarfræðum Gottman Institute, nánar tiltekið “The Seven Principles for Making Marriage Work.” Aðferðin byggir á vísindalegum aðferðum sem hjálpa hjónum að snúa við neikvæðu samskiptarmynstri og temja sér uppbyggilegar samskiptaleiðir sem styrkja hjónabandið og hjálpa hjónum að verða samstilltari. Berglind stundaði einnig nám í fíknifræðum í Metropolitan State University frá 2011 til 2012. Hún er með B.Ed frá Háskóla Íslands og starfaði sem kennari hjá Hjallastefnunni frá 2006 til 2011.

 

Berglind bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, hjónameðferð og námskeið í “The Seven Principles for Making Marriage Work.”

Hægt er að fá nánari upplýsingar og panta tíma í gegnum

síma 823-2359 eða tölvupóstfang beggalina@gmail.com

Shalom - heildræn meðferðarstofa

Ármúli 40, 108 Reykjavík, 3. hæð. 

Símanúmer:

571-9090 

Netfang:

shalom@shalom.is

  • White Facebook Icon

SHALOM 2018 © ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.