Valdís Ösp Ívarsdóttir lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Graduate school of addiction í Minnesota árið 2003. Í lokaritgerð sinni fjallaði Valdís um konur sem eru að stríða við fíknisjúkdóma og eru jafnframt að takast á við afleiðingar af kynferðisofbeldi.  Ásamt bóklegu námi í Fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden meðferðarstofnuninni. Valdís lærði ráðgjöf í hjónarækt hjá William A . Smith og Anita Smith á Luther Seminar í St.Paul, Minnesota. Valdís er einnig með B.A. próf í Guðfræði og kynjafræðum frá Háskóla Íslands og einnig tók hún þar eitt ár í táknmálsfræði.

Valdís hefur starfað sem sjálfstætt starfandi fíknifræðingur frá árinu 2003. Frá þeim tíma hefur hún einnig starfað sem ráðgjafi hjá félagi heyrnarlausra. Valdís er eigandi meðferðarstofunnar Shalom. Valdís hefur einnig starfað töluvert inn á sjúkrastofnunum í tengslum við sjúkraliðanám sitt. Valdís bíður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra.

Shalom - heildræn meðferðarstofa

Ármúli 40, 108 Reykjavík, 3. hæð. 

Símanúmer:

571-9090 

Netfang:

shalom@shalom.is

  • White Facebook Icon

SHALOM 2018 © ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN.